Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. júlí 2019 20:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afríkukeppnin: Ævintýri Madagaskar heldur áfram
Mynd: Getty Images
Ævintýri Madagaskar í Afríkukeppninni heldur áfram. Liðið er komið í 8-liða úrslit á sínu fyrsta móti.

Madagaskar mætti Lýðveldinu Kongó í dag. Madagaskar komst tvisvar yfir í leiknum, en Kongó jafnaði tvisvar og kom síðara jöfnunarmarkið í uppbótartímanum.

Því þurfti að framlengja. Það var ekkert skorað í framlengingunni og því var farið í vítaspyrnukeppni. Þar skoraði Madagaskar úr öllum sínum spyrnum á meðan Kongó klúðraði tveimur. Madagaskar því áfram.

Algjörlega magnað þar sem Madagaskar var í 190. sæti heimslista FIFA fyrir fimm árum og eitt af verstu liðum Afríku.

Í kvöld vann svo Alsír 3-0 sigur gegn Gíneu. Riyad Mahrez, leikmaður Manchester City, skoraði annað mark Alsír í leiknum.

Madagaskar mætir Túnis eða Gana í 8-liða úrslitunum og Alsír mætir annað hvort Malí eða Fílabeinsströndinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner