Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. júlí 2019 17:03
Brynjar Ingi Erluson
Bandaríska kvennalandsliðið heimsmeistari í fjórða sinn
Megan Rapinoe skoraði sjötta mark sitt á mótinu og úr enn einu vítinu.
Megan Rapinoe skoraði sjötta mark sitt á mótinu og úr enn einu vítinu.
Mynd: Getty Images
Alex Morgan fékk réttilega vítaspyrnu eftir að hún fékk tæklingu í öxlina
Alex Morgan fékk réttilega vítaspyrnu eftir að hún fékk tæklingu í öxlina
Mynd: Getty Images
Bandaríkin 2 - 0 Holland
1-0 Megan Rapinoe ('61 , víti)
2-0 Rose Lavelle ('69 )

Bandaríska kvennalandsliðið vann fjórða heimsmeistaratitil sinn í dag er það vann Holland 2-0 í úrslitaleiknum í Lyon. Leikurinn var stál í stál framan af en gæði bandaríska liðsins komu í ljós í þeim síðari.

Liðið var ríkjandi meistari fyrir mótið eftir að hafa unnið HM árið 2015. Fyrir það mót voru sextán ár frá því það vann mótið en það er óumdeilanlegt að bandaríska liðið er það besta í heiminum um þessar mundir.

Liðin voru að finna taktinn í fyrri hálfleik og vildu ekki gefa mörg færi á sér. Sari van Veenendaal, markvörður Hollendinga, hefur verið ein sú allra besta á þessu móti en hún varði meistaralega undir lok fyrri hálfleiks.

Hún varði bæði frá Alex Morgan og Sam Mewis. Varnarleikur Hollendinga til fyrirmyndar og bandaríska liðið að sýna þolinmæði en VAR fékk svo athyglina í þeim síðari.

Á 60. mínútu fékk bandaríska liðið vítaspyrnu. Alex Morgan var að koma að boltanum er Stefani van der Dragt kom á ferðinni og tæklaði hana bókstaflega í öxlina. Dómarinn gat ekki annað en dæmt vítaspyrnu. Dómurinn þykir umdeildur en eftir að hafa skoðað VAR þá var það réttilega dæmt og van der Gragt klaufaleg.

Megan Rapinoe, fyrirliði bandaríska liðsins, skoraði örugglega úr spyrnunni og gerði þar með sjötta mark sitt í keppninni eða jafnmörg og Ellen White og Alex Morgan. Þá er Rapinoe elsti leikmaðurinn til að skora í úrslitum HM kvenna en hún er 34 ára.

Rose Lavelle bætti við öðru marki átta mínútum síðar með góðu skoti við vítateigslínuna og í hægra hornið.

Hollenska liðið reyndi hvað það gat að koma sér aftur inn í leikinn en tókst ekki. Lokatölur 2-0 og bandaríska liðið heimsmeistari annað sinn í röð og í fjórða sinn í sögunni.

Hreint út sagt magnað afrek og þvílík gæði sem bandaríska liðið er með.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner