Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. júlí 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Berlusconi: Fyrstu mistökin voru að ráða Montella
Berlusconi er mikill áhugamaður um knattspyrnu og er eigandi C-deildarliðsins Monza.
Berlusconi er mikill áhugamaður um knattspyrnu og er eigandi C-deildarliðsins Monza.
Mynd: Getty Images
Silvio Berlusconi átti AC Milan í rúmlega 30 ár áður en hann seldi félagið til Yonghong Li fyrir tveimur árum. Undir eignarhaldi Li eyddi félagið miklum pening án þess að komast áleiðis.

Li fékk lánaðan pening frá bandarískum vogunarsjóði, Elliott Management. Þegar Li gat ekki endurgreitt lánið tók sjóðurinn yfir félagið.

„Við gátum ekki keppt við olíufurstana á leikmannamarkaðinum. Við vorum neyddir til að selja og á þeim tíma var Yonghong Li besti kosturinn. Það voru mörg mistök gerð af stjórnendum félagsins sem eigandinn ber takmarkaða ábyrgð á," sagði Berlusconi.

„Fyrstu mistökin voru 2016, þegar við vorum í viðræðum um sölu á félaginu og ætluðum að ráða nýjan stjóra. Ég vildi fá Marco Giampaolo, hann kom heim til mín að ræða málin og getur staðfest þetta. Nýju eigendurnir vildu frekar Vincenzo Montella og svo fór sem fór.

„Ég vildi sjá Milan spila jákvæða knattspyrnu og einbeita sér að sóknarleiknum. Gennaro Gattuso er frábær íþróttamaður og við vitum öll hvað hann gaf Milan. Mér þykir mjög vænt um hann sem einstakling og fótboltamann en ég er ekki sammála hans sjónarmiðum sem þjálfara."

Athugasemdir
banner
banner