sun 07. júlí 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Copa America í dag - Brasilía mætir Perú í úrslitaleiknum
Brassar höfðu betur gegn Argentínu í nokkuð furðulegum leik.
Brassar höfðu betur gegn Argentínu í nokkuð furðulegum leik.
Mynd: Getty Images
Brasilía getur unnið Copa America í fyrsta sinn síðan 2017 er liðið mætir Perú í úrslitaleiknum í kvöld.

Mótið er haldið í Brasilíu og eru Brassar í draumastöðu fyrir úrslitaleikinn, enda Perú ekki talið meðal bestu liða mótsins þrátt fyrir að vera komið alla leið í úrslit.

Það getur þó allt gerst í úrslitaleiknum sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 20:00.

Brasilía sló Argentínu út í undanúrslitum og var Lionel Messi ósáttur með dómgæsluna að leikslokum. Þar áður hafði Brasilía sent Paragvæ heim eftir vítaspyrnukeppni.

Perú sló Úrúgvæ út í vítaspyrnukeppni þar sem Luis Suarez brenndi af. Í undanúrslitum bar liðið óvænt sigurorð af Síle, með þremur mörkum gegn engu.

Leikur kvöldsins:
20:00 Brasilía - Perú (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner