Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 07. júlí 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Nágranaslagur í Kópavogi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tveir leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag. Annar þeirra er nágrannaslagur í Pepsi Max-deild karla, þar sem Breiðablik mætir HK á Kópavogsvelli.

Liðin hafa þegar mæst tvisvar sinnum í sumar. Í fyrra skiptið voru Blikar heppnir að sleppa með jafntefli en þeir grænu höfðu svo betur í bikarnum.

Bæði lið þurfa á sigri að halda á sitthvorum enda töflunnar. Breiðablik þarf sigur til að minnka bilið frá toppliði KR sem er með sjö stiga forystu sem stendur.

HK þarf sigur í fallbaráttunni þar sem liðið er þremur stigum frá öruggu sæti og með þremur stigum meira en botnlið ÍBV.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Fyrr um daginn á sameinað lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis F. leik við Álftanes í 2. deild kvenna.

Liðin eru jöfn með níu stig en Álftanes á leik til góða. Sigurlið kvöldsins getur blandað sér í toppbaráttuna.

Pepsi Max-deild karla
19:15 Breiðablik-HK (Stöð 2 Sport 2 - Kópavogsvöllur)

2. deild kvenna
14:00 Fjarðab/Höttur/Leiknir-Álftanes (Fjarðabyggðarhöllin)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner