Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. júlí 2019 17:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengsta sigurganga í sögu HM
Mynd: Getty Images
Bandaríkin eru Heimsmeistarar í fjórða sinn og annað sinn í röð eftir sigur á Hollandi í úrslitaleik í dag. Lokatölur urðu 2-0 fyrir frábært lið Bandaríkjana.

Sjá einnig:
Mikil umræða skapaðist um vítaspyrnudóminn

Bandaríkin eru með frábært lið og eru þær vel að sigrinum komnar. Þær unnu alla leiki sína á mótinu og hafa í heildina unnið 12 leiki í röð á Heimsmeistaramóti.

Það er lengsta sigurganga í sögu HM, karla eða kvenna.

Bandaríkin urðu Heimsmeistarar 1991, 1999, 2015 og núna 2019. Þær komust einnig í úrslitaleikinn 2011, en töpuðu í vítaspyrnukeppni fyrir Japan.



Athugasemdir
banner
banner
banner