Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 07. júlí 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi á leið í tveggja ára bann?
Mynd: Getty Images
Lionel Messi gæti mögulega verið á leið í langt bann eftir ummæli sem hann lét falla í gær.

Messi var ekki ánægður eftir síðasta leik Argentínu í Copa America. Argentína vann Síle í bronsleiknum en Messi var rekinn af velli í fyrri hálfleik fyrir litlar sakir.

Hann neitaði að taka við verðlaunpeningnum eftir leikinn og ásakaði CONMEBOL, knattspyrnusamband Suður-Ameríku, um spillingu.

„Ég tók ekki við verðlaunapeningnum því við viljum ekki taka þátt í þessari spillingu. Þeir vildu ekki að við færum í úrslitaleikinn, það var allt gert til að koma Brasilíu í úrslitin," sagði Messi.

CONMEBOL sendi frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Messi.

Messi gæti verið á leið í langt bann ef miðað verið reglur CONMEBOL. Það má ekki móðga sambandið, stofnanir þess og starfsmenn. Þeir sem gera það gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára bann.

Ef Messi verður sendur í tveggja ára landsliðsbann gæti hann misst af undankeppni HM 2022 sem og Copa America í Argentínu og Kólumbíu á næsta ári.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner