Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 07. júlí 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Messi neitaði að taka við verðlaunapeningnum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Lionel Messi var ekki ánægður eftir síðasta leik Argentínu í Copa America.

Argentína vann Síle í bronsleiknum en Messi var rekinn af velli í fyrri hálfleik fyrir litlar sem engar sakir.

Eftir leikinn neitaði hann að taka við verðlaunapeningnum vegna slakrar dómgæslu á mótinu.

„Ég tók ekki við verðlaunapeningnum því við viljum ekki taka þátt í þessari spillingu. Þeir vildu ekki að við færum í úrslitaleikinn, það var allt gert til að koma Brasilíu í úrsitin," sagði Messi.

„Vonandi verður úrslitaleikurinn dæmdur vel svo Perú fái tækifæri til að keppa sanngjarnan leik."

Brasilía vann Argentínu 2-0 í undanúrslitum og var Messi langt frá því að vera sáttur með dómgæsluna í þeim leik.

„Þeir voru ekki betri en við. Þeir skoruðu snemma og annað markið kom úr vítaspyrnu sem átti ekki að dæma," sagði Messi eftir tapið gegn Brasilíu.

„Dómgæslan var brjáluð. Við áttum klárlega að fá vítaspyrnur þegar brotið var á (Nicolas) Otamendi og 'Kun' (Sergio Aguero).

„Dómarinn var með þeim í liði. Í öllum vafaatriðum var hann með þeim í liði.

„Þetta er ekki afsökun en sannleikurinn er sá að í þessari keppni hafa þeir flautað á heimskulega hluti, á hendi og dæmt vítaspyrnur. Í dag notuðu þeir ekki einu sinni VAR þegar atvik komu upp sem þeir áttu klárlega að skoða."

Athugasemdir
banner
banner
banner