Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. júlí 2019 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Phil Neville: Bronsleikurinn tilgangslaus
Phil Neville hefur fengið mikið lof fyrir starf sitt með enska kvennalandsliðinu.
Phil Neville hefur fengið mikið lof fyrir starf sitt með enska kvennalandsliðinu.
Mynd: Getty Images
Phil Neville, landsliðsþjálfari enska kvennaliðsins, hefur verið gagnrýndur fyrir ummæli sem hann lét falla eftir tap Englendinga gegn Svíþjóð í bronsleiknum á HM í gær.

England tapaði gegn Svíum og sagði Neville eftir leikinn að honum þætti hann vera algjörlega tilgangslaus.

„Það er erfitt að gíra sig upp í bronsleik. Vel gert hjá Svíþjóð en þetta er tilgangslaus leikur. Við komum hingað til að vinna HM, ekki enda í fjórða sæti. Við verðum að gera betur næst. Við þurfum að bæta okkur um 15-20%," sagði Neville.

Siobhan Chamberlain er ein þeirra sem svöruðu ummælum Neville um hæl. Hún var í bronsliði Englendinga frá HM 2015 í Kanada.

„Prófaðu að segja við leikmennina sem fóru til Kanada að bronsleikurinn sé tilgangslaus," skrifaði Chamberlain á Twitter. „Það er magnað afrek að vinna til verðlauna á HM og ég get fullvissað ykkur um að allir leikmenn inni á vellinum þráðu þessa medalíu."

Neville fékk veður af þeirri miklu gagnrýni sem rigndi yfir hann eftir þessi ummæli og útskýrði mál sitt.

„Ég vil útskýra ummælin mín, fólk er að gera þetta of dramatískt. Við komum hingað til að vinna gull. Í lífinu skiptir ekkert máli nema að sigra. Að enda í fjórða, þriðja eða öðru sæti er ekki það sem skiptir máli og leikmennirnir mínir eru sammála mér.

„Við komum hingað til að vinna gull. Þess vegna sagði ég að bronsleikur er tilgangslaus. 2015 var frábært ár og við fögnuðum. Núna er árið 2019 og við vildum gull, ekki brons. Okkur líður ömurlega því við komum hingað fyrir gullið."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner