Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. júlí 2019 17:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rapinoe bæði best og markahæst
Megan Rapinoe.
Megan Rapinoe.
Mynd: Getty Images
Hin 34 ára gamla Megan Rapinoe átti frábært Heimsmeistaramót í Frakklandi.

Rapinoe fór fyrir liði Bandaríkjanna sem varð Heimsmeistari í dag eftir sigur á Hollandi í úrslitaleiknum. Rapinoe skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu.

Hún skoraði sex mörk og lagði upp þrjú á mótinu. Hún var markahæst á mótinu. Liðsfélagi hennar, Alex Morgan, skoraði einnig sex og lagði upp þrjú, en Rapinoe var markahæst á færri mínútum spiluðum.

Rapinoe vann einnig gullboltann, sem veittur er besta leikmann mótsins.

Sari van Veenedvaal, markvörður Hollands, var besti markvörður mótsins og Giulia Gwinn hjá Þýskalandi var valin efnilegust.
Athugasemdir
banner
banner