Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 07. júlí 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Real Madrid tilbúið að geyma Bale í stúkunni
Mynd: Getty Images
Real Madrid vill losa sig við Valesverjann Gareth Bale í sumar, en hann vill sjálfur ekki fara.

Í grein spænska blaðsins Sport segir að Real Madrid sé að missa þolinmæðina gagnvart honum. Real vill að hann finni sér annað félag, en hann er ekki að gera það.

Samkvæmt greininni þá er áhugi Real Madrid á að losna við hann það mikill að félagið er tilbúið að leyfa honum að sitja í stúkunni á næsta tímabili, eða í besta lagi á bekknum.

Eden Hazard, Luka Jovic og Rodrygo eru allir komnir til félagsins og því er krafta Bale ekki lengur óskað.

Áhugasöm félög þurfa að reiða fram ansi háa upphæð, bæði til félagsins og í launakostnað, til að krækja í hinn 29 ára gamla Bale.
Athugasemdir
banner