Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 07. júlí 2019 16:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðar Örn með eitt af sex mörkum Hammarby - Sjáðu markið
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson skoraði eitt marka Hammarby í stórsigri í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Hammarby fékk Falkenberg í heimsókn og úr varð átta marka leikur. Viðar var í byrjunarliði Hammarby og lék hann allan leikinn. Hann skoraði annað mark liðsins á 13. mínútu.

Markið má sjá hérna að neðan. Viðar kominn með sex mörk í 14 leikjum í sænsku úrvalsdeildinni.

Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir Hammarby og komst liðið í 6-0 í seinni hálfleiknum. Fallkenberg minnkaði muninn í 6-2, en komst ekki lengra en það.

Hammarby er í sjöunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 22 stig úr 14 leikjum. Sigurinn í dag var fyrsti sigur Hammarby síðan 14. maí.

Viðar er í láni hjá Hammarby frá Rostov í Rússlandi. Lánssamningur hans rennur út 15. júlí. Sagt er að Aron Jóhannsson fylli skarð hans.

Sjá einnig:
Gummi Tóta í sigurliði gegn Häcken



Athugasemdir
banner