Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 07. júlí 2020 08:00
Aksentije Milisic
Lampard vill ekki bera Pulisic saman við Hazard
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, vill forðast það að bera saman Eden Hazard og Christian Pulisic.

Lampard segir að Hazard sé búinn að sýna sig og sanna í ensku úrvalsdeildinni á meðan Pulisic er leikmaður fyrir framtíðina.

Stuðningsmenn Chelsea hafa verið að bera þessa tvo saman en Hazard var í sjö ár hjá Chelsea þar sem hann skoraði 110 mörk fyrir félagið og vann deildina og evrópudeildina í tvígang.

„Ég spilaði með Hazard og sá hann koma til liðsins, ungur að aldri, svipað og Christian. Við sáum hvernig Hazard þróaðist sem leikmaður," sagði Lampard.

„En hann hafði sérstaka hæfileika, maður sá það strax. Frábært jafnvægi og hann labbaði framhjá andstæðingunum. Hann fékk marga leikmenn á sig og opnaði svæði fyrir aðra," sagði Lampard um Hazard.

„Christian kemur með hlaup á milli línanna og hleypur áfram, á meðan Hazard sótti boltann meira. Ég vil ekki vera bera þá saman. Hazard kom hingað og sannaði sig á meðan Pulisic er leikmaður fyrir framtíðina."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner