Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 07. júlí 2022 11:03
Elvar Geir Magnússon
Crewe
Æfingasvæði Íslands í Crewe - Stelpurnar á slóðum Gauja Þórðar
Icelandair
Frá æfingu Íslands sem stendur yfir í Crewe.
Frá æfingu Íslands sem stendur yfir í Crewe.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í þessum skrifuðu orðum er íslenska kvennalandsliðið að æfa á æfingavellinum í Crewe, bækistöðvum sínum á meðan Evrópumótið er í gangi.

Þær komu til Englands í gær og eru á hóteli rétt hjá æfingasvæðinu sem er í eigu enska D-deildarliðsins Crewe Alexandra.

Þess má geta að Guðjón Þórðarson, núverandi þjálfari Víkings í Ólafsvík, er fyrrum stjóri Crewe, hann tók við liðinu í lok árs 2008 en var látinn fara tæpu ári síðar.

Í Crewe er íslenskt fjölmiðlafólk frá Sýn, Morgunblaðinu. RÚV og að sjálfsögðu Fótbolta.net mætt til að fylgjast með undirbúningi Íslands fyrir fyrsta leik liðsins, sem verður gegn Belgíu í Manchester á sunnudag.

Það eru flottar aðstæður hjá Crewe og starfsfólk félagsins hefur tekið á móti íslensku gestunum með opinn faðminn. Hér að neðan má sjá fleiri myndir af æfingasvæðinu.

Fótbolti.net fjallar um EM frá öllum hliðum og er hægt að fylgjast með bak við tjöldin á samfélagsmiðlum okkar, meðal annars á Twitter og Instagram.


Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
banner
banner