banner
   þri 07. ágúst 2018 08:30
Magnús Már Einarsson
Aron Einar: Spenntur að vinna með öðrum Svía
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, er spenntur fyrir því að fá Erik Hamren sem næsta landsliðsþjálfara. Aron var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Ég átti ágætis spjall við Guðna (Bergsson, formann KSÍ), fyrir nokkrum dögum og hann sagðist hafa spjallað við hann. Það hljómaði mjög vel," sagði Aron í Bítinu.

Skiptar skoðanir hafa verið á ráðningu Hamren en hann er ekki vinsæll hjá öllum í heimalandinu Svíþjóð.

„Fólk hefur skoðanir á þjálfurum eins og leikmönnum. Maður treystir KSÍ fyrir þessu og það verður fróðlegt að sjá. Ég er spenntur fyrir því ef þetta gerist. Ég er spenntur fyrir því að vinna með öðrum Svía."

Aron vonast til að Hamren haldi í þau gildi sem hafa verið hjá íslenska landsliðinu undanfarin ár.

„Við þurfum að halda í okkar gildi, það er alveg á hreinu. Við vitum hverju við erum góðir í. Það verða kannski einhverjir ungir peyjar sem koma inn í þetta og við þurfum að sýna þeim hvað við höfum gert til að ná þessum árangri. Með nýjum þjálfara og nýjum áherslum bætum við okkur kannski í einhverju sem við höfum ekki verið nógu góðir í og það er bónus."

„Við þurfum klárlega að halda í okkar gildi, föstu leikatriðin, vera varnarsinnaðir og sækja hratt. Það verður fróðlegt að sjá hvernig nýr þjálfari nær að krydda þetta,"
sagði Aron í Bítinu á Bylgjunni.

Sjá einnig:
Álitið á Hamren í Svíþjóð ekki gott
Var Zlatan með Hamrén í vasanum?
„Myndu segja Íslandi að loka landamærunum út af Hamren"
Hamren þjálfaði Atla Svein - „Hef ekkert nema gott um hann að segja"
Hamren starfað í Suður-Afríku frá því í byrjun árs
Sundowns staðfestir að Hamren tekur við Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner