Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 07. ágúst 2019 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Dagur fékk þungt högg á lærið - „Leit ekki vel út"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Dagur Birnuson, markvörður KA, fór meiddur af velli þegar KA tapaði gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn.

Eftir 24 mínútur, stuttu eftir fyrsta mark Blika, þurfti Aron að fara út af. „Aron Dagur liggur sárþjáður eftir og það eru komnar börur inn á völlinn, Jajalo er að koma inn á hér. Virðist hafa lent í samstuði við Mikkelsen í markinu. Aron kemur því miður út af á börum, óskum honum skjóts bata," skrifaði Egill Sigfússon í beinni textalýsingu.

Eftir leikinn sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA: „Það leit ekki vel út. Hann fékk þungt högg á lærið og það bólgnaði mikið upp. Hann var sárkvalinn. Hann er upp á sjúkrahúsi núna, en ég veit ekki hvernig staðan er frekar."

Hér að neðan má sjá viðtalið við Óla í heild sinni, en þar ræðir hann meira um meidda KA-menn.

KA er eftir tapið í dag í fallsæti með 16 stig eftir 15 leiki í Pepsi Max-deildinni.
Óli Stefán: Allt viðhorf og hugarfar til skammar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner