Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. ágúst 2019 20:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal nær samkomulagi um kaup á Tierney
Mynd: Getty Images
Arsenal er búið að komast að samkomulagi við Celtic um kaupverð á vinstri bakverðinum Kieran Tierney. Bæði BBC og Sky Sports segja frá þessu í kvöld.

Útlit er fyrir það að hinn 22 ára gamli Tierney verði leikmaður Arsenal á morgun, áður en félagaskiptaglugginn lokar á morgun.

Þetta eru gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal, en félagið hefur lengi verið að eltast við Tierney í þessum glugga.

Talað hefur verið um 25 milljón punda kaupverð.

Arsenal hefur fengið Dani Ceballos á láni frá Real Madrid, Gabriel Martinelli frá Ituano í Brasilíu og Nicolas Pepe á metfé frá Lille í þessum glugga. Einnig var franski miðvörðurinn William Saliba keyptur frá St. Etienne og lánaður aftur til franska félagsins.

David Luiz, miðvörður Chelsea, gæti einnig verið á leið til Arsenal á morgun.
Athugasemdir
banner
banner