Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 07. ágúst 2019 14:30
Arnar Daði Arnarsson
Björn Berg gæti misst af leiknum gegn KR
Björn Berg Bryde
Björn Berg Bryde
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Berg Bryde, miðvörður HK í Pepsi Max-deildinni þurfti að fara meiddur af velli í 1-0 sigri liðsins gegn ÍBV í Vestmannaeyjum um síðustu helgi.

Björn Berg tognaði framan á læri í upphafi seinni hálfleiks og þurfti Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK að taka miðvörðinn útaf, fyrir Alexander Frey Sindrason sem gekk nýverið til liðs við HK á láni frá Haukum.

Björn Berg Bryde sagði í samtali við Fótbolta.net að það væri óljóst hvort hann myndi ná leiknum gegn KR í 16. umferð deildarinnar sem fram fer á sunnudaginn í Kórnum.

„Ég er að reyna allt sem ég get til þess að ná honum en það er óvíst," sagði BBB í samtali við Fótbolta.net.

HK er í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar með 21 stig, tveimur stigum á eftir Breiðabliki sem er í 2. sæti deildarinnar. HK hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni og hefur komið sér hratt upp töfluna í deildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner