Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 07. ágúst 2019 16:30
Arnar Daði Arnarsson
Brandur og Cedric ættu að ná næsta leik
Brandur ætti að vera klár í næsta leik.
Brandur ætti að vera klár í næsta leik.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hvorki Brandur Olsen né Cedric Stephane Alfred D´ulivo voru í leikmannahópi FH í 1-0 sigri liðsins á ÍA í 15. umferð Pepsi Max-deildarinnar í gærkvöldi.

Báðir voru þeir óleikfærir vegna meiðsla en Ólafur Kristjánsson þjálfari FH sagði í samtali við Fótbolta.net að meiðslin væru ekki alvarleg.

„Cedric hefur verið að glíma við stífleika og gat ekki æft almennilega fyrir leik. Sama má segja um Brand. Þeir þurftu því báðir á hvíld að halda en þetta er ekkert alvarlegt. Þeir ættu að ná næsta leik, sagði Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari FH í samtali við Fótbolta.net.

Steven Lennon skoraði eina mark FH í 1-0 sigrinum gegn ÍA en með sigrinum jafnaði FH, ÍA að stigum í deildinni. Eftir tvö töp í röð gegn HK og KA í síðustu leikjum var sigurinn í gær virkilega mikilvægur FH-ingum sem eru í harðri baráttu um Evrópusæti.

FH sem situr í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar með 22 stig mætir Val á Origo-vellinum næstkomandi sunnudagskvöld.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner