Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mið 07. ágúst 2019 22:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Elska íslenskan fótbolta og við þurfum að rífa okkur upp af rassgatinu"
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nokkrir leikmenn voru enn í Vestmannaeyjum, á Þjóðhátíð," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Víkingur R.

„Upphitun var léleg og við náðum engan veginn takti. Við gerðum fáránleg mistök. Stjörnumenn voru ekki það góðir heldur. Þeir tróðu inn tveimur mörkum í seinni hálfleik, en við tókum völdin eftir það. Heilt yfir voru þetta vonbrigði, þetta var langt frá þeim standard sem við ætlum að setja okkur sem klúbbur."

„Það er alltaf sama gamla sagan. Þegar við erum nálægt því að stíga eitthvað skref þá skítum við í brækurnar. Þetta eru vonbrigði, Stjarnan voru ekki góðir, þeir voru 'unfit'."

„Ég er pirraður og ég ætla að segja það sem mér finnst. Ég elska íslenskan fótbolta og við þurfum að rífa okkur upp af rassgatinu. Þeir voru þreyttir síðustu 30 mínúturnar og þetta er ekki boðlegt ef við ætlum að ná árangri. Víkingur, Stjarnan, Valur, öll þessi lið, við þurfum að gefa aðeins í 'fitness' og æfa meira."

Ég get gert þetta í strigaskóm
Arnar stillti upp í sóknarsinnað kerfi, en hann var pirraður á þeim mistökum sem hans menn gerðu.

„Mér fannst þessi uppstilling líta mjög vel út á pappír, en við töpuðum leiknum. Það var ekki vandamálið, vandamálið voru fimm metra sendingar, metra sendingar. Það sem ég get gert í strigaskóm. Þetta var lélegt."

„Við vorum næstum því alltaf komnir í gegn. Það vantaði lokasendingu, menn voru að hlaupa mikið með boltann. Menn voru að gera hluti sem við höfum ekki verið að gera í sumar. Sem þjálfari ber ég auðvitað ábyrgð á þessu. Þetta var bara lélegt."

Þetta athyglisverða viðtal við Arnar Gunnlaugsson má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner