Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 07. ágúst 2019 11:40
Elvar Geir Magnússon
Everton reynir ýmislegt - Tilboðum í Iwobi og Smalling hafnað
Jim White er alltaf í símanum að hlera sína heimildarmenn.
Jim White er alltaf í símanum að hlera sína heimildarmenn.
Mynd: Getty Images
Íþróttafréttamaðurinn Jim White er aðalmaðurinn á gluggadeginum á Sky Sports en hann er með tvær áhugaverðar færslur tengdar Everton á Twitter í morgun.

Það eru ýmsar hræringar og sögusagnir í gangi en á morgun verður félagaskiptaglugganum lokað.

White segir að Everton hafi gert 30 milljóna punda tilboð í Alex Iwobi, framherja Arsenal. Hann kom svo með aðra færslu stuttu seinna um að tilboðinu hafi verið hafnað.

Samkvæmt heimildum Sky Sports er annað tilboð í Iwobi væntanlegt frá Everton.

Þá segir White að Everton hafi reynt að fá miðvörðinn Chris Smalling á láni í eitt ár en Manhester United hafi hafnað því tilboði samstundis.

Eftir kaup United á Harry Maguire ákvað Everton að athuga hvort möguleiki væri að fá Smalling.



Athugasemdir
banner
banner
banner