Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 07. ágúst 2019 11:18
Elvar Geir Magnússon
Félög utan Englands fá tilboðsverð á Eriksen
Christian Eriksen.
Christian Eriksen.
Mynd: Getty Images
Tottenham er með 80 milljóna punda verðmiða á Christian Eriksen en veitir 20 milljóna punda afslátt til félaga utan Englands. Daily Mail greinir frá þessu.

Danski landsliðsmaðurinn á eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham en vill helst fara í La Liga á Spáni.

Lokað verður fyrir félagaskipti til Englands á morgun, rúmlega þremur vikum áður en lokað verður fyrir skipti til Þýskalands, Frakklands, Ítalíu og Spánar.

Real Madrid er draumaáfangastaður Eriksen en félagið hefur sýnt Paul Pogba og Donny van der Beek meiri áhuga.

Talið er að Atletico Madrid og Juventus gætu gert tilboð eftir fimmtudag, þegar verðmiðinn hefur lækkað niður í 50 milljónir punda.

Telegraph segir að forráðamenn Atletico Madrid hafi þegar rætt við Tottenham um möguleg kaup.

BBC greindi frá því í morgun að Manchester United hefði hætt við tilraunir sínar til að fá Eriksen.
Athugasemdir
banner
banner