Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 07. ágúst 2019 17:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku að fara til Inter - Samkomulag í höfn
Mynd: Getty Images
Ítölsku blaðamennirnir Fabrizio Romano og Gianluca Di Marzio segja frá því að Manchester United og Inter séu búin að komast að samkomulagi um kaupverð á Romelu Lukaku.

Báðir eru þeir mjög virtir blaðamenn.

Talið er að nýtt tilboð sem Inter lagði fram í dag geti farið upp í 76 milljónir punda með klásúlum. Man Utd borgaði um 75 milljónir punda fyrir Lukaku sumarið 2017.

Lukaku hefur neitað að æfa með Manchester United undanfarna daga og þess í stað hefur hann æft með Anderlecht í heimalandi sínu, Belgíu.

Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar á morgun. Það er spurning hvort United reyni að bæta við sóknarmanni til að fylla í skarð hins 26 ára gamla Lukaku. Fernando Llorente og Mario Mandzukic hafa verið orðaðir við félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner