Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. ágúst 2019 10:53
Arnar Daði Arnarsson
Meistaradeildin: Stórsigur Blika í fyrsta leik
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fyrsta mark Breiðabliks.
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fyrsta mark Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Asa Tel Aviv 1 - 4 Breiðablik
0-1 Alexandra Jóhannsdóttir ('4)
0-2 Agla María Albertsdóttir ('25)
0-3 Hildur Þóra Hákonardóttir ('60)
0-4 Agla María Albertsdóttir ('66) (úr víti)
1-4 Shira Elinav ('69)

Kvennalið Breiðabliks hóf leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag en allir leikir riðilsins eru spilaðir í Bosníu og Herzegóvínu. Breiðablik er í riðli 1 þar sem liðið er með Asa Tel Aviv, Sarajevo og Dragon í riðli.

Í morgun mætti Breiðablik, ísraelska liðinu Asa Tel-Aviv. Alexandra Jóhannsdóttir kom Breiðablik yfir strax á fjórðu mínútu leiksins og rúmlega 20 mínútum síðar skoraði Agla María Albertsdóttir annað mark Breiðabliks. Staðan í hálfleik 2-0 fyrir Breiðablik.

Eftir klukkutíma leik skoraði hin 18 ára, Hildur Þóra Hákonardóttir síðan þriðja mark Breiðabliks í leiknum en þetta er hennar fyrsta meistaraflokks mark fyrir Breiðablik. Hildur Þóra hefur komið við sögu í sjö leikjum Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Á 66. mínútu bætti Agla María við sínu öðru marki í leiknum og kom Breiðablik í 4-0 eftir mark úr vítaspyrnu. Stuttu síðar minnkaði Asa Tel Aviv muninn með marki frá Shira Elinav og það reyndist síðasta mark leiksins.

Breiðablik mæt­ir Dragon frá Norður-Makedón­íu á laug­ar­dag og heimaliði Saraj­evó á þriðju­dag. Aðeins eitt lið fer upp úr riðlinum í 32-liða úrslitin.
Athugasemdir
banner
banner
banner