Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. ágúst 2019 21:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Stjarnan í þriðja og Valur í fjórða sæti
Patrick tryggði Val sigur.
Patrick tryggði Val sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Stjörnunnar og Espanyol í síðustu viku. Stjarnan vann í kvöld og skellti sér í þriðja sæti.
Úr leik Stjörnunnar og Espanyol í síðustu viku. Stjarnan vann í kvöld og skellti sér í þriðja sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan og Valur skelltu sér í þriðja og fjórða sæti deildarinnar með sigrum í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Valur tók á móti Fylki að Hlíðarenda og þar skoraði danski markahrókurinn Patrick Pedersen fyrsta markið í leiknum á 37. mínútu. „Lykilorðið....hægri vængurinn. Andri fær alltof mikinn tíma á boltann þarna og á sendingu inn í markteiginn. Pedersen fær rýmið og stýrir skallanum í hornið þaðan sem boltinn kom og Stefán náði ekki að skutla sér," skrifaði Magnús Þór Jónsson í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Þetta þriðja mark Pedersen í sumar skilaði Valsmönnum sigrinum. Ragnar Bragi Sveinsson komst næst því að jafna fyrir Fylki í seinni hálfleiknum, en skot hans fór í slána.

„Iðnaðarsigur Valsara í kvöldsólinni," sagði Magnús þegar hann lauk textalýsingu sinni frá Origo-vellinum.

Í Garðabæ hafði Stjarnan betur gegn Víkingi, 2-1, urðu lokatölur á Samsung-vellinum.

Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar hann skaut yfir úr markteig. Staðan að loknum fyrri hálfleik var markalaus. Í seinni hálfleiknum, eftir átta mínútur, skoraði Jósef Kristinn Jósefsson og kom Stjörnunni yfir.

Stuttu síðar skoraði Hilmar Árni Halldórsson úr vítaspyrnu og kom Stjörnunni í 2-0. Óttar Magnús Karlsson opnaði marareiknginn fyrir Víkinga í sumar á 65. mínútu, en lengra komust þeir ekki. Lokatölur 2-1.

Fimmtándu umferð deildarinnar lokið. Stjarnan er í þriðja sæti með 24 stig og Valur með 23 stig í þriðja sæti. Fylkir er í áttunda sæti með 19 stig og Víkingur í tíunda sæti með 16 stig, eins og KA.

Valur 1 - 0 Fylkir
1-0 Patrick Pedersen ('37 )
Lestu nánar um leikinn

Stjarnan 2 - 1 Víkingur R.
1-0 Jósef Kristinn Jósefsson ('53 )
2-0 Hilmar Árni Halldórsson ('56 , víti)
2-1 Óttar Magnús Karlsson ('65 )
Lestu nánar um leikinn

Sjá einnig:
Blikar burstuðu KA sem er í fallsæti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner