Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 07. ágúst 2019 14:01
Elvar Geir Magnússon
Sky: Coutinho hafnaði Tottenham
Coutinho sagði nei takk.
Coutinho sagði nei takk.
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að ólíklegt sé að Philippe Coutinho snúi aftur í ensku úrvalsdeildina áður en enska glugganum verður lokað á morgun.

Coutinho hefur hafnað lánssamningi frá Tottenham.

Barcelona er tilbúið að selja Coutinho og leikmaðurinn er tilbúinn að fara en ólíklegt er talið að enskt úrvalsdeildarfélag muni ganga að 80 milljóna punda verðmiðanum á Brasilíumanninum.

Giovani Lo Celso inn?
Samkvæmt heimildum Sky hefur Tottenham gert nýtt 60 milljóna evra tilboð í Giovani Lo Celso hjá Real Betis en Argentínumaðurinn vill sjálfur fara til Tottenham.

Real Betis vill fá 70 milljónir evra fyrir miðjumanninn.

Þá er Bruno Fernandes, leikmaður Sporting Lissabon, enn á óskalista Tottenham sem virðist vera með ýmsa öngla úti.
Enska upphitunin - Gluggafjör og uppeldi hjá Tottenham
Athugasemdir
banner
banner
banner