Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 07. ágúst 2019 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveinn Aron skoraði í æfingaleik gegn Sampdoria
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron Guðjohnsen var í byrjunarliði Spezia í dag í æfingaleik gegn ítalska úrvalsdeildarliðinu Sampdoria.

Sveinn gerði sér lítið fyrir og skoraði, en hann jafnaði metin í 1-1 á 15. mínútu leiksins eftir að Federico Bonazzoli hafði komið Sampdoria yfir stuttu áður.

Staðan var 2-1 fyrir Sampdoria í hálfleik, en leiknum lyktaði með öruggum 5-2 sigri Sampdoria.

Sampdoria endaði í níunda sæti Seríu A á síðasta tímabili. Spezia er í næst efstu deild.

Sveinn Aron, sem er fyrrum leikmaður HK, Vals og Breiðabliks, spilaði seinni hluta síðustu leiktíðar á láni hjá Ravenna í C-deildinni á Ítalíu. Sveinn Aron er 21 árs.

Keppni í ítölsku B-deildinni hefst þann 24. ágúst næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner