Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. ágúst 2019 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Vonandi verður nýgiftur Gylfi enn betri"
Anton Ingi Leifsson - Stuðningsmaður Everton
Úr ferð á Goodison Park. Anton og Leifur faðir hans eru í Everton-treyjum á myndinni.
Úr ferð á Goodison Park. Anton og Leifur faðir hans eru í Everton-treyjum á myndinni.
Mynd: Úr einkasafni
Gylfi er auðvitað í uppáhaldi hjá Antoni.
Gylfi er auðvitað í uppáhaldi hjá Antoni.
Mynd: Getty Images
Bernardo Silva.
Bernardo Silva.
Mynd: Getty Images
Everton er spáð sjöunda sæti í spá Fótbolta.net.
Everton er spáð sjöunda sæti í spá Fótbolta.net.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net mun hita vel upp fyrir keppni í ensku úrvalsdeildinni sem hefst á föstudaginn. Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

Everton er spáð sjöunda sæti deildarinnar.

Sjá einnig:
Spáin fyrir enska - 7. sæti

Anton Ingi Leifsson, íþróttafréttamaður á Vísi, er stuðningsmaður Everton.

Ég byrjaði að halda með Everton af því að...
Ég hafði nú ekki mikið val. Karl faðir minn hefur verið gallharður Evertonian lengi vel og það var lítið annað sem kom til greina en að fylgja pabba í þessu eins og svo mörgu öðru. Síðan þá hafa árin verið mörg, titlarnir fáir en minningarnar margar. Ég sé ekki eftir þessu vali þó að það hafi verið auðveldara að velja eitt af stóru liðunum. Gengið í gegnum súrt og sætt með mínum mönnum.

Hefur þú farið út til Englands að sjá þitt lið spila?
Já, það hef ég gert. Ég og pabbi sáum Everton vinna Manchester United í undanúrslitum enska bikarsins í vítaspyrnukeppni 2009. Það var algjör sturlun og stemningin eftir því. Sé lítið eftir að hafa fengið þann leik í fermingagjöf! Við fjölskyldan ákváðum svo að gefa pabba "surprise" ferð út á leik í mars í fyrra þar sem gamli varð fimmtugur. Við sáum okkar menn vinna öruggan sigur á Crystal Palace en það var mín fyrsta og ekki síðasta ferð á Goodison áður en við kveðjum þann magnaða völl.

Uppáhalds leikmaður í liðinu í dag?
Gylfi Þór Sigurðsson. Auðveldasta spurning í sögunni. Lét þetta tikka á síðustu leiktíð og með komu Moise Kean ætti þetta að vera enn meiri veisla fyrir FH-inginn.

Leikmaður sem þú myndir vilja losna við?
Ég hef nákvæmlega enga trú á Cenk Tosun. Gaurinn hefur fengið endalaust af tækifærum með Everton en þetta er ekki bara hans félag. Sem betur fer er Moise Kean mættur svo þetta ætti að verða betra í vetur svo vængmennirnir okkar/miðjumenn þurfa ekki að skila 20 mörkum plús.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur?
Ég hvet fólk til að fylgjast með Jean-Philippe Gbamin sem kom frá Mainz í sumar. Ég tel að þarna sé kominn nýr N‘Golo Kante í deildinni sem gæti hjálpað Gylfa að fá enn meira frjálsræði á miðjunni. Hvort að hann nái að brjótast inn í liðið frá byrjun veit ég ekki en gaman væri að sjá Gbamin fá traustið.

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja...
Gefðu mér Bernardo Silva og við erum með tryllt lið. Pickford – Coleman, Keane, Mina, Digne – Gbamin, Gomes, Sigurdsson – Silva, Kean, Richarlison.

Ertu ánægður með knattspyrnustjórann?
Já, mjög svo sáttur og einnig yfirmann knattspyrnumála. Þeir hafa aðeins verið að hrista upp í hlutunum og eftir allt ruglið sem hafði verið í gangi á undan Silva er ég mjög ánægður með hvað hann hefur gert með liðið og hvernig fótbolti er verið að spila hjá þeim bláklæddu út Bítlaborginni. Vonandi verður áframhald á þessu í vetur og meiri stöðugleiki.

Ertu ánægður með félagaskiptagluggann í sumar?
Mjög svo. Það þurfti klárlega að fá framherja. Það var markmið númer eitt, tvö og þrjú og það hófst með 19 ára gömlum framherja sem er nú þegar búinn að salla inn nokkrum mörkum á stóra sviðinu. Gbamin líka kominn inn og auðvitað, ef Zaha dettur inn einnig er þetta litla veislan.

Hvernig er að hafa Gylfa Þór Sigurðsson í sínu liði?
Það er frábært. Áhuginn á Everton jókst til mikillar munar með komu Gylfa og það er geðveikt að hafa þennan frábæra leikmann í okkar liði. Vonandi verður nýgiftur Gylfi enn betri en hann var á síðustu leiktíð, því þrátt fyrir að margir sófaspekingarnir sögðu að hann hafi verið slakur, skoraði hann þrettán mörk og lagði upp sex mörk. Frábærar tölur hjá miðjumanni í liði sem var algjört yoyo.

Í hvaða sæti mun Everton enda á tímabilinu?
6. sætinu. Smá stöðugleiki og við verðum í barningi þarna en þetta tímabil getur svo sannarlega brugðið til beggja átta en mörg flott lið í deildinni.

Skráðu þig í Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net
Verðlaun í boði Budweiser eftir allar umferðir.
Kóðinn til að skrá sig er: sjkbpw
Skráðu þitt lið til leiks!
Athugasemdir
banner
banner