Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 08. ágúst 2020 09:30
Aksentije Milisic
Sanchez: Hef fundið fjölskyldu hjá Inter
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez hefur sagt að honum líði eins og heima hjá sér hjá Inter Milan og að hann sé ánægður með að vera kominn til liðsins frá Manchester United.

Sanchez var á láni hjá Inter frá United en hann gekk til liðs við Inter endanlega fyrr í vikunni. Hann gekk í raðir United árið 2008 frá Arsenal en fann sig aldrei almennilega í Manchester.

Þessi 31 árs gamli leikmaður spilaði 30 leiki í öllum keppnum hjá Inter á þessari leiktíð og skoraði hann fjögur mörk.

„Ég er mjög ánægður með að vera áfram hjá ykkur," sagði Sanchez við stuðningsmenn Inter á Instagram.

„Þetta er hópur sem þráir að vinna eitthvað stórt. Fólk hér vill berjast saman fyrir árangri. Ég vil vinna og ég vil gera ykkur stuðningsmennina ánægða."

Sanchez spilaði 32 leiki fyrir United á tveimur árum og skoraði þrjú mörk.

Athugasemdir
banner
banner
banner