Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 07. september 2018 10:32
Elvar Geir Magnússon
Gylfi fyrirliði á morgun - Emil ekki með
Icelandair
Gylfi verður fyrirliði gegn Sviss og Belgíu.
Gylfi verður fyrirliði gegn Sviss og Belgíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson verður með fyrirliðabandið í komandi landsleikjum í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar.

Þetta opinberaði Erik Hamren á fréttamannafundi í St. Gallen í dag en þar kom einnig fram að Emil Hallfreðsson getur ekki tekið þátt í leiknum gegn Sviss á morgun vegna meiðsla.

Emil meiddist í leik með liði sínu, Frosinone á Ítalíu, og er ekki klár í leikinn á morgun. Ísland mætir svo Belgíu á Laugardalsvelli á þriðjudaginn.

Guðmundur Þórarinsson var kallaður inn í landsliðshópinn þar sem Emil var tæpur.

Á fréttamannafundinum í dag sagði Hamren að aðrir leikmenn væru leikfærir. Hörður Björgvin Magnússon sagði við Fótbolta.net í gær að hann væri klár í slaginn.

„Við erum það heppnir að vera með mjög gott læknateymi og ég ræddi við það. Þeir skoðuðu þetta vel og nú er ég byrjaður að æfa með liðinu, ég er klár. Ég er spenntur fyrir þessum leik og nú sjáum við hvort ég verði í liðinu," sagði Hörður.

Sjá einnig:
Verður fyrsta byrjunarlið Erik Hamren svona?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner