Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 07. september 2018 10:43
Elvar Geir Magnússon
Gylfi og Hamren hafa ekki hlustað á Þjóðadeildarlagið
Icelandair
Gylfi á æfingu í St. Gallen í dag.
Gylfi á æfingu í St. Gallen í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einkennislag hinnar nýju Þjóðadeildar hefur verið spilað nær stanslaust meðal íslenskra fjölmiðlamanna sem eru í Sviss.

Þetta dramatíska lag hefur hlotið mikið lof en það er spilað fyrir alla leiki keppninnar, þegar liðin ganga út á völlinn.

Tómas Þór Þórðason íþróttafréttamaður lá forvitni á að vita hvort Gylfi Sigurðsson væri hrifinn af laginu.

Gylfi var spurður út í lagið á fréttamannafundi í dag en sagðist því miður ekki hafa hlustað á það.

Erik Hamren opinberaði að hann hefði heldur ekki heyrt lagið.

Það verður því einhver bið á því að Gylfi og Hamren geti lagt sinn dóm á lagið en það má hlusta á það hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner