Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. september 2018 11:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi: Það var erfiðara að gíra sig upp eftir EM
Icelandair
Gylfi á landsliðsæfingu í dag.
Gylfi á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hefur á morgun leik í Þjóðadeildinni þegar liðið mætir Sviss í St. Gallen.

Gylfi Sigurðsson verður fyrirliði í leiknum á morgun, í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar. Gylfi sat ásamt landsliðsþjálfaranum, Erik Hamren, fyrir svörum á blaðamannafundi í St. Gallen í dag.

Þetta er fyrsta verkefni íslenska landsliðsins síðan liðið féll úr leik í riðlakeppni HM.

„Það var erfiðara að gíra sig upp eftir EM," sagði Gylfi þegar hann var spurður að því hvernig væri að gíra sig upp eftir eins stór verkefni og HM er.

„Það gekk gríðarlega vel á EM og það voru miklar væntingar og mikil press að komast á næsta stórmót. En ég held að við séum allir vanir því að byrja nýja keppni, auðvitað er nýr þjálfari núna þannig að spennan er mikil hjá leikmönnum. Við viljum byrja vel."

„Dagskráin hjá okkur er gríðarlega erfið á þessu ári. Við spilum á móti stærstu þjóðum heims á næstu mánuðum. Okkar langar á annað stórmót og þetta gæti verið byrjunin á því."

Þjóðadeildin tekur við af vináttulandsleikjum og er keppninni skipt upp í fjórar deildir með 55 landsliðum, A-D. Eftir frábæran árangur síðustu ára er Ísland með stóru strákunum í A-deildinni.

Þegar keppnin er farin af stað verður hægt að komast upp úr deildum og falla úr þeim.

Staðan í Þjóðardeildinni mun svo úrskurða um niðurröðun fyrir undankeppni EM og HM í framtíðinni. Þá er hægt að vinna sér inn sæti í lokakeppni EM í gegnum Þjóðadeildina en um er að ræða varaleið fyrir lið sem ná ekki að komast áfram í gegnum undankeppni EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner