Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 07. september 2018 10:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
St. Gallen
Hamren útskýrði einlægt spjall sitt við Guðlaug Victor
Stefnir á að spjalla við alla leikmennina
Icelandair
Hamren og Guðlaugur Victor sátu saman í dágóða stund og spjölluðu.
Hamren og Guðlaugur Victor sátu saman í dágóða stund og spjölluðu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli á æfingu íslenska landsliðsins í gær þegar Erik Hamren, landsliðsþjálfari, settist niður með miðjumanninum Guðlaugi Victori Pálssyni og ræddi við hann. Spjallið virtist vera mjög einlægt.

Guðlaugur Victor er kominn aftur inn í hópinn eftir að hafa spilað lítið sem ekkert undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Guðlaugur Victor lék á æfingamóti í Kína 2017 en hann hefur ekki verið valinn í hópinn síðan þá. Síðasta landsliðverkefni hans fyrir þessa leiki í Kína var snemma árs 2015.

Guðlaugur Victor hefur aðeins leikið sex A-landsleiki og allir eru þeir vináttulandsleikir, en þetta er athyglisvert í ljósi þess að hann er fyrirliði hjá Zürich, sem er nokkuð stórt félag hér í Sviss. Hann er í líklegu byrjunarliði fyrir leikinn gegn Sviss á morgun.

Hamren átti gott spjall við hann í gær en sænski þjálfarinn var spurður út í það á blaðamannafundi í St. Gallen í dag.

„Ég reyni að tala við alla leikmennina," sagði Hamren er hann var spurður út í samtalið. „Ég hef ekki haft tíma til að tala við þá alla en stundum færðu tækifæri til að tala við leikmenn beint eftir æfingu og þetta var tækifærið."

„Ég talaði við fimm eða sex leikmenn í rútuferðinni frá Austurríki til St. Gallen. Ég mun reyna að tala við alla leikmennina áður en þetta verkefni klárast."

„Ég er að vinna mikið með starfsliðinu mínu, en metnaður minn er að tala við alla leikmennina."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner