Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 07. september 2018 09:54
Elvar Geir Magnússon
Ísland spilar á velli sem er líka verslunarmiðstöð
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í þessum skrifuðu orðum er íslenska landsliðið að klára æfingu á keppnisvellinum í St. Gallen en á þessum velli munu Sviss og Ísland eigast við í Þjóðadeildinni á morgun.

Það hefur rignt aðeins á strákana okkar á meðan þeir eru á lokastigi undirbúnings síns fyrir leikinn.

Leikvangurinn er tíu ára gamall og er einnig byggður sem verslunarmiðstöð en við hann má finna fjölda verslana og veitingastaða. Til að mynda er risastór IKEA verslun samtengd vellinum. Hentugt og gott.

Kybunpark heitir völlurinn og tekur tæplega 20 þúsund manns í sæti en opnunarleikur hans var grannaslagur Sviss og Liechtenstein sem endaði með 3-0 sigri svissneska liðsins.

Fótboltalið St. Gallen leikur heimavelli sína á vellinum en liðið hafnaði í 5. sæti svissnesku deildarinnar á síðasta tímabili.

Eftir nokkrar mínútur hefst fréttamannafundur Íslands þar sem Erik Hamren og Gylfi Þór Sigurðsson munu sitja fyrir svörum.

Sjá einnig:
Verður fyrsta byrjunarlið Erik Hamren svona?
Athugasemdir
banner
banner
banner