Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 07. september 2018 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kraftaverkið í Bern - Hverjir verða aftur með á morgun?
Icelandair
Góðar minningar.
Góðar minningar.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Lichsteiner skoraði tvö mörk í leiknum.
Lichsteiner skoraði tvö mörk í leiknum.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg og Alfreð verða ekki með á morgun.
Jóhann Berg og Alfreð verða ekki með á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Xhaka og Shaqiri byrjuðu báðir leikinn fyrir fimm árum og byrja líklega á morgun.
Xhaka og Shaqiri byrjuðu báðir leikinn fyrir fimm árum og byrja líklega á morgun.
Mynd: Getty Images
Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á morgun en einhver ótrúlegasti leikur sem íslenskt fótboltalandslið hefur spilað, í sögunni, var einmitt gegn Sviss í september 2013. Leikurinn var í undankeppni HM 2014 og fór fram í Bern.

Það muna flestir Íslendingar eftir þessum leik, nema þeir sem auðvitað slökktu á sjónvarpstækinu og hættu að fylgjast með þegar Sviss komst í 4-1 eftir 54 mínútur.

Jóhann Berg Guðmundsson, sem mun muna eftir þessum leik alla sína ævi, kom Íslandi yfir eftir aðeins þrjár mínútur en Stephan Lichsteiner, sem er í dag fyrirliði Sviss, jafnaði þegar stundarfjórðungur var liðinn. Eftir það keyrði lið Sviss yfir Ísland og í upphafi seinni hálfleiks komst svissneska liðið í 4-1.

„Jói Berg og kraftaverkið í Bern"
„Þvílíkur fótboltaleikur." Svona hefst fréttin um leikinn sem Elvar Geir Magnússon skrifaði fyrir Fótbolta.net á sínum tíma. „Ísland átti líklega sína mögnuðustu endurkomu þegar liðið náði jafntefli gegn Sviss í kvöld 4-4 eftir að hafa lent undir 4-1."

Sviss hafði fengið á sig eitt mark í undankeppninni fyrir þennan leik gegn Íslandi en Jóhann Berg og félagar í Íslandi gerðu fjögur mörk á þetta öfluga varnarlið.

„Þegar Birkir Már Sævarsson gaf gríðarlega klaufalegt víti og Sviss komst í 4-1 héldu allir, ég fullyrði allir, að leik væri lokið. En Kolbeinn Sigþórsson skoraði ótrúlega mikilvægt mark strax í kjölfarið sem gaf Íslandi líflínu."

Í kjölfarið gerði Jóhann Berg tvö mörk og jafnaði fyrir Ísland. Magnaður leikur. Jöfnunarmarkið kom í uppbótartíma. Jóhann Berg keyrði inn af vængnum og átti skot, en það var aldrei spurning hvert það myndi fara - það fór beint í netið.

Þessi leikur er gríðarlega eftirminnilegur en á morgun mætast Ísland og Sviss aftur. Það er því athyglisvert að fara aftur í tímann og sjá hvaða leikmenn sem voru í íslenska hópnum gegn Sviss árið 2013 eru í íslenska hópnum í dag, hópnum sem mætir Sviss og Belgíu. Það ber þó að nefna það að nokkrir lykilmenn eru frá; Aron Einar, Alfreð, Emil og hetjan frá Bern, Jóhann Berg Guðmundsson.

Úr byrjunarliði Íslands árið 2013 eru átta leikmenn sem eru í hópnum í dag. Af þessum átta leikmönnum eru sex í líklegu byrjunarliði fyrir leikinn á morgun.

Byrjunarlið Íslands í Bern 2013:
1. Hannes Þór Halldórsson - er með núna
2. Birkir Már Sævarsson - er með núna
6. Ragnar Sigurðsson - er með núna
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason - er með núna
9. Kolbeinn Sigþórsson - er með núna
10. Gylfi Þór Sigurðsson - er með núna
14. Kári Árnason - er með núna
15. Helgi Valur Daníelsson
17. Aron Einar Gunnarsson
23. Ari Freyr Skúlason - er með núna

Enginn af þeim sem var á bekknum gegn Sviss í Bern er í landsliðshópnum í þetta skiptið. Þarna má sjá nöfn eins og Gunnleif Gunnleifsson og Eið Smára Guðjohnsen. Eiður Smári kom inn á í leiknum 2013 og átti mjög góða innkomu.

Af þessum 11 sem voru á bekknum þá eru sjö þeirra að spila í Pepsi-deildinni í dag og allir eru þeir í mismunandi liðum.

Gunnleifur í Breiðablik, Hallgrímur í KA, Kristinn í KR, Sölvi Geir í Víkingi, Jóhann Laxdal í Stjörnunni, Ólafur Ingi í Fylki og Gunnar Heiðar í ÍBV.

Varamannabekkurinn:
1. Gunnleifur Gunnleifsson
3. Hallgrímur Jónasson
4. Kristinn Jónsson
5. Sölvi Geir Ottesen
11. Alfreð Finnbogason
13. Jóhann Laxdal
16. Ólafur Ingi Skúlason
18. Arnór Smárason
20 Gunnar Heiðar Þorvaldsson
21. Ögmundur Kristinsson
22. Eiður Smári Guðjohnsen

Ef hópurinn hjá Sviss er svo skoðaður þá eru sex leikmenn úr byrjunarliðinu í hópnum núna. Stephan Lichsteiner, 34 ára gamall fyrirliði Sviss og leikmaður Arsenal, skoraði tvisvar fyrir Sviss í leiknum fyrir fimm árum.

Byrjunarliðið hjá Sviss í Bern 2013:
1. Diego Benaglio
2. Stephan Lichsteiner - er með núna
5. Steve Von Bergen
9. Haris Seferovic - er með núna
10. Granit Xhaka - er með núna
11. Valon Behrami
13. Ricardo Rodriguez - er með núna
14. Valentin Stocker
15. Blerim Dzemaili
16. Fabian Schär - er með núna
23. Xerdan Shaqiri - er með núna

Af þeim sem voru á bekknum hjá Sviss þá eru fjórir í hópnum í dag; Yann Sommer, Timm Klose, Mario Gavranovic og Steven Zuber.

Ísland er því með átta leikmenn enn í hópnum hjá sér frá ævintýrinu í Bern, en Sviss er með 10 leikmenn. Hóparnir eru breyttir, en þó ekkert rosalega miðað við að fimm ár séu liðin.

Hér að neðan má sjá myndskeið úr 4-4 leiknum. Óhætt að mæla með þessu myndskeiði fyrir leikinn á morgun.

Leikurinn hefst klukkan 16:00.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner