Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 07. september 2018 13:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lykilmenn fjarverandi - „Frábært fyrir þessa stráka að fá sénsinn"
Icelandair
Aron Einar og Alfreð eru báðir fjarverandi.
Aron Einar og Alfreð eru báðir fjarverandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru nokkrir lykilleikmenn fjarri góðu gamni fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni á morgun.

Emil Hallfreðsson verður ekki með og þá eru Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson frá.

Allir þessir leikmenn byrjuðu fyrsta leik Íslands á HM gegn Argentínu og eru mikilvægir í hópnum.

Gylfi Þór Sigurðsson var spurður út í fjarveru þeirra á blaðamannafundi í St. Gallen.

„Vikan er búin að vera fín. Auðvitað eru nýir hlutir sem þjálfararnir eru að koma með en engar stórbreytingar. Allir leikmennirnir eru vanir að vera í landsliðinu þó nokkrir af þeim hafi verið í burtu í nokkur ár," sagði Gylfi.

„Það er frábært fyrir þessa stráka að fá sénsinn núna, þetta er þeirra tækifæri að sýna þjálfaranum að þeir eigi að vera í þessum hóp."

„Það er sárt fyrir okkur að það vanti þessa lykilleikmenn. Ég vona að þeir sem komi inn nýti tækifærið og spili vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner