Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 07. september 2018 11:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
St. Gallen
Þarf að varast sóknarleik Sviss - „Mjög erfitt að vinna þá"
Icelandair
Hamren býst við erfiðum leik á morgun.
Hamren býst við erfiðum leik á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sviss er mótherjinn á morgun. Ísland heimsækir Sviss í St. Gallen og hefst leikurinn stundvíslega klukkan 16:00.

Sviss er lið sem við þekkjum nokkuð vel eftir að hafa mætt þeim nokkrum sinnum í gegnum tíðina. Við vorum til að mynda með Sviss í undankeppni HM 2014.

„Ég var ánægður þegar þeir töpuðu gegn Svíþjóð (í 16-liða úrslitum HM í sumar)," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í dag. „Þeir náðu í frábær úrslit fyrr á mótinu og eru með frábært lið, það verður mjög erfitt að vinna þá."

Þá tók Gylfi Þór Sigurðsson, sem verður fyrirliði á morgun, við orðinu.

„Við verðum að varast sóknarleikinn þeirra, þeir eru með mjög góða leikmenn fram á við - sérstaklega Shaqiri. Þeir eru með lið sem erfitt er að spila á móti."

„Það virkar þannig á okkur að þeir séu með góða liðsheild. Þeir eru með snögga leikmenn í skyndisóknum og eru hörkulið."
Athugasemdir
banner
banner
banner