Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. september 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Neymar gerði jöfnunarmark Brasilíu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Brasilía gerði 2-2 jafntefli við Kólumbíu í æfingaleik i nótt eftir að Argentína gerði 0-0 jafntefli við Síle nóttina þar á undan.

Casemiro kom Brasilíu yfir í fyrri hálfleik en Luis Muriel sneri stöðunni við með tvennu á níu mínútna kafla.

Í síðari hálfleik jafnaði Neymar fyrir Brasilíu eftir góða stoðsendingu frá hinum 36 ára gamla Dani Alves, sem slapp innfyrir vörn Kólumbíu.

Lionel Messi var ekki í hópi Argentínu sem gerði jafntefli við Síle. Argentína var betri aðilinn í leiknum en tókst ekki að skora.

Síle 0 - 0 Argentína

Brasilía 2 - 2 Kólumbía

1-0 Casemiro ('19)
1-1 Luis Muriel ('25, víti)
1-2 Luis Muriel ('34)
2-2 Neymar ('58)

Ekvador lagði þá Perú að velli með marki frá Erick Castillo og Mexíkó skoraði þrjú gegn Bandaríkjunum.

Chicharito skoraði í fyrri hálfleik eftir geggjaða stoðsendingu frá Jesus Corona sem gerði lítið úr andstæðingunum með leikni sinni á kantinum. Erick Gutierrez og Carlos Antuna gerðu út um viðureignina seinni hálfleik.

Aron Jóhannsson var ekki í leikmannahópi Bandaríkjanna.

Perú 0 - 1 Ekvador
0-1 Erick Castillo ('47)

Bandaríkin 0 - 3 Mexíkó
0-1 Javier Hernandez ('21)
0-2 Erick Gutierrez ('78)
0-3 Carlos Antuna ('82)

Úrúgvæ hafði að lokum betur gegn Kosta Ríka. Úrúgvæ komst yfir með marki úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé en Celso Borges jafnaði í upphafi síðari hálfleiks.

Jonathan Rodriguez gerði sigurmark Úrúgvæ á síðustu mínútum leiksins.

Kosta Ríka 1 - 2 Úrúgvæ
0-1 Giorgian De Arrascaeta ('42, víti)
1-1 Celso Borges ('48)
1-2 Jonathan Rodriguez ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner