Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 07. september 2019 23:45
Brynjar Ingi Erluson
Deschamps baðst afsökunar á mistökunum
Didier Deschamps, þjálfari Frakklands
Didier Deschamps, þjálfari Frakklands
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, baðst innilegrar afsökunar á mistökunum sem áttu sér stað fyrir leik liðsins gegn Albaníu í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.

Skipuleggjendur leiksins buðu upp á þjóðsöng Andorra fyrir leik liðsins gegn Albaníu og neituðu leikmenn albanska liðsins að spila fyrr en þeirra þjóðsöngur yrði spilaður.

Það tók um það bil tíu mínútur að ganga frá því en vallarþulurinn bað síðan Armeníu afsökunar til að bæta gráu ofan á svart.

Deschamps ræddi við fjölmiðla um atvikið eftir leikinn en hann var sjálfur gáttaður á atvikinu.

„Þessi árangur okkar bætir ekki upp fyrir það sem gerðist því það fór allt úrskeiðis. Ég bað tæknilegan ráðgjafa Albaníu afsökunar eftir leik og forseti franska knattspyrnusambandsins gerði slíkt hið sama. Þetta átti ekki að geta gerst en það gerðist samt. Ég skildi leikmenn Albaníu og það var bara mjög eðlilegt að þeir hafi beðið lengur til að fá að heyra réttan þjóðsöng," sagði Deschamps.
Athugasemdir
banner
banner
banner