banner
   lau 07. september 2019 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger: Salah með þráhyggju fyrir að klára færin sjálfur
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger var að ræða um Liverpool á beIN Sport og var spurður um samanburð á Mohamed Salah og Lionel Messi.

Wenger ræddi muninn á kantmönnunum og talaði einnig um restina af sóknarlínu Liverpool sem hann hefur miklar mætur á.

„Það er 20 marka munur á þeim en þeir eru samt líkir á margan hátt. Salah er ekki jafn stöðugur í að skila inn heimsklassa frammistöðum," sagði Wenger.

„Mér finnst Salah svipað góður og Messi að klára færi en Messi er svo fullkominn leikmaður að hann gefur líka lokasendinguna og leggur mikið upp. Salah er með smá þráhyggju fyrir að klára færin sjálfur.

„Það er eitthvað sem gæti komið með aldrinum, þegar sumir leikmenn þróa leik sinn og byrja að leggja meira upp, finna réttu sendinguna á rétta tímapunktinum.

„Salah getur enn bætt sig mikið og sama á við um Mane, þeir eru frábærir leikmenn. Mér finnst Firmino gleymast stundum en hann er sá sem fórnar sér mest af sóknarlínunni hjá Liverpool. Eins og Luis Suarez var með Messi og Neymar. Það er erfitt að finna sóknarmenn í heimsklassa sem spila svona mikið fyrir liðsfélagana."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner