Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 07. október 2019 09:37
Magnús Már Einarsson
Salah ekki alvarlega meiddur eftir tæklingu Choudhury
Tæklingin ljóta.
Tæklingin ljóta.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah, framherji Liverpool, meiddist á ökkla eftir ljóta tæklingu frá Hamza Choudhury undir lok leiks í 2-1 sigrinum á Leicester um helgina.

Salah hefur farið í rannsóknir eftir meiðslin og samkvæmt fréttum frá Englandi er ljóst að hann er ekki alvarlega meiddur.

Salah verður skoðaður betur á næstu dögum en nú tekur við landsleikjahlé þar til Liverpool mætir Manchester United þann 20. október.

Salah gæti náð þeim leik en Liverpool mun skoða stöðuna á næstu dögum.

Sjá einnig:
Klopp: Hvernig fékk Choudhury bara gult spjald?
Athugasemdir
banner
banner