Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. nóvember 2018 13:00
Elvar Geir Magnússon
Beckham nálægt því að fá grænt ljós á leikvanginn
Beckham er stofnandi og eigandi Inter Miami.
Beckham er stofnandi og eigandi Inter Miami.
Mynd: Getty Images
Vonir David Beckham um að byggja nýjan leikvang fyrir félag sitt, Inter Miami í MLS-deildinni, eru orðnar góðar.

Um 60% íbúa á því svæði sem Beckham vill reisa leikvanginn kusu með því að hann yrði reistur.

Verslunarmiðstöð, hótel og almenningsgarður yrðu við leikvanginn.

Nú þarf Beckham að fá samþykki frá fjórum af fimm borgarfulltrúum.

„Ég vil þakka stuðningsmönnum sem hafa staðið með okkur," segir Beckham.

„Í dag er spennandi dagur. Við viljum skapa arfleifð sem mun hvetja börnin okkar áfram. Ég vil líka vinna. Ég er ekki bara að mæta hingað til að skapa flott fótboltalið, ég vil vinna titla."

Stefnt er að því að Inter Miami komi inn í MLS-deildina 2020.
Athugasemdir
banner
banner