Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 07. nóvember 2018 18:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið í Meistaradeildinni: Herrera og Lingard inn
Martial er búinn að vera sjóðheitur að undanförnu. Hann byrjar auðvitað í kvöld.
Martial er búinn að vera sjóðheitur að undanförnu. Hann byrjar auðvitað í kvöld.
Mynd: Getty Images
Dybala skoraði eina markið á Old Trafford.
Dybala skoraði eina markið á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Á slaginu 20:00 byrja sex leikir í Meistaradeildinni. Þar á meðal er leikur Juventus og Manchester United á Ítalíu.

Romelu Lukaku leikur ekki með United í kvöld vegna meiðsla. Alexis Sanchez heldur sæti sínu í fremstu víglínu United með Jesse Lingard og Anthony Martial á köntunum. Ander Herrera kemur inn fyrir Fred og byrjar með Matic og Pogba á miðjunni. Vörnin er sú sama og spilaði gegn Bournemouth.

Hjá Juventus byrja stórstjörnur eins og Paulo Dybala og Cristiano Ronaldo.

Þegar þessi lið mættust á Old Trafford fyrir tveimur vikum síðan vann Juventus 1-0. Juventus, sem hefur unnið alla sína leiki í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu, mun með sigri tryggja sig áfram í 16-liða úrslitin.

Byrjunarlið Juventus: Szensny, De Sciglio, Bonucci, Chiellini, Alex Sandro, Khedira, Pjanic, Bentancur, Cuadrado, Ronaldo, Dybala.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Young, Smalling, Lindelöf, Shaw, Herrera, Matic, Pogba, Lingard, Martial, Sanchez.


Bayern, Manchester City og Real Madrid eru líka í eldlínunni í kvöld. Hér að neðan eru byrjunarliðin hjá þessum liðum.

Byrjunarlið Bayern gegn AEK: Neuer, Kimmich, Hummels, Boateng, Alaba, Martinez, Goretzka, Gnabry, Muller, Ribery, Lewandowski.

Byrjunarlið Man City gegn Shakhtar: Ederson, Walker, Stones, Laporte, Zinchenko, Fernandinho, D. Silva, Mahrez, B. Silva, Sterling, Jesus.

Byrjunarlið Real gegn Viktoria Plzen: Courtois, Odriozola, Nacho, Ramos, Reguilon, Casemiro, Kroos, Ceballos, Bale, Vazquez, Benzema.

Leikir dagsins:
E-riðill
20:00 Bayern - AEK Aþena (Stöð 2 Sport 5)
20:00 Benfica - Ajax

F-riðill
20:00 Manchester City - Shakhtar (Stöð 2 Sport 3)
20:00 Lyon - Hoffenheim

G-riðill
17:55 CSKA Moskva - Roma (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Viktoria Plzen - Real Madrid (Stöð 2 Sport 4)

H-riðill
17:55 Valencia - Young Boys
20:00 Juventus - Manchester United (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner