Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. nóvember 2018 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Conte ætlar að berjast gegn Chelsea í dómsal
Mynd: Getty Images
Antonio Conte ætlar að fara með Chelsea fyrir dómstóla. Hann telur sig eiga laun inni hjá félaginu.

Conte var rekinn frá Chelsea í sumar eftir að hafa unnið FA-bikarinn með liðið. Hann hafði tímabilið áður orðið Englandsmeistari á sinni fyrstu leiktíð með liðið.

Landi Conte, Maurizio Sarri, var ráðinn í hans stað og hefur farið nokkuð vel af stað með liðið.

Chelsea hefur reynt að funda með Conte upp á síðkastið til að reyna að leysa þessi samningamál en Conte hefur neitað að mæta til fundar við félagið.

Conte telur sig eiga inni 20 milljónir punda í laun frá Chelsea en Lundúnafélagið er ekki tilbúið að borga það vegna hegðunar Conte á meðan hann var í starfi knattspyrnustjóra félagsins. Chelsea nefnir þar meðferð hans gagnvart Diego Costa, að hann skyldi ekki mæta á viðburði tengda styrktaraðilum félagsins, að hann mætti seint á blaðamannafundi og lagði oft í vitlaust stæði á æfingasvæði félagsins.
Athugasemdir
banner