Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 07. nóvember 2018 08:00
Magnús Már Einarsson
Fyrirliði Stjörnunnar á förum
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, mun róa á önnur mið á næstu vikum en Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Ásgerður varð samningslaus í síðasta mánuði og hún mun ekki gera nýjan samning við Stjörnuna.

„Ég hef ekki rætt form­lega við önn­ur lið. Ég vildi klára mín mál hjá Stjörn­unni áður en ég færi í ein­hverj­ar viðræður en það hafa ein­hverj­ar þreif­ing­ar átt sér stað, und­an­farna daga. Þetta er allt í lausu lofti hjá mér eins og staðan er í dag en ég vil ekki úti­loka neitt. Ég get alla vega lofað þér því að ég er ekki að fara leggja skóna á hill­una,“ sagði Ásgerður við mbl.is.

Ásgerður er uppalin í Breiðabliki en hún gekk í raðir Stjörnunnar árið 2005. Þessi 31 árs gamli leikmaður hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með Stjörnunni og þrisvar bikarmeistari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner