Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 07. nóvember 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grét þegar Rúnar Alex fór - Fékk að hitta hann í Frakklandi
Sjáðu frábært myndband!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er að finna sig vel í frönsku úrvalsdeildinni hjá Dijon.

Rúnar var seldur frá Nordsjælland í Danmörku til Dijon í sumar. Hann er aðalmarkvörður Dijon og spilar alla leiki liðsins í efstu deild Frakklands.

Það var erfitt fyrir hana níu ára gömlu Oliviu að sætta sig við það að missa Rúnar frá sínu uppáhalds liði, Nordsjælland.

Olivia spilar fótbolta og er markvörður. Rúnar Alex er uppáhalds leikmaðurinn hennar.

Þegar hún frétti að Rúnar hefði verið seldur til Nordsjælland þá brast hún í grát. Það er óhætt að segja að þetta sé einn stærsti ef ekki stærsti aðdáandi Rúnars Alex, þessa efnilega markvarðar.

Í samstarfi við DHL, styrktaraðila Nordsjælland, var ákveðið að fljúga Oliviu og föður hennar til Frakklands að sjá Rúnar Alex spila með sínu nýja liði. Eftir leikinn heilsaði Rúnar upp á Oliviu og gaf henni treyjuna sína.

Hér að neðan er þetta frábæra myndband.


Athugasemdir
banner