Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. nóvember 2018 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hörður annar Íslendingurinn sem fær rautt
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Hörður Björgvin Magnússon fékk að líta tvö gul spjöld og þar með rautt þegar CSKA Moskva tapaði 2-1 gegn Roma í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Hörður fékk að líta annað gula spjaldið á 57. mínútu, stuttu eftir að Arnór Sigurðsson hafði jafnað metin fyrir CSKA. Roma skoraði sigurmark sitt stuttu eftir rauða spjaldið.

Hörður er annar Íslendingurinn sem er rekinn af velli með rautt spjald í Meistaradeildinni, í riðlakeppninni eða á seinna stigi.

Hinn Íslendingurinn sem hefur fengið að líta rauða spjaldið er félagi Harðar í íslenska landsliðinu, Kári Árnason. Kári fékk rautt spjald með Malmö í 4-0 tapi gegn Shakhtar Donetsk árið 2015.

Eins og Hörður fékk Kári að líta tvö gul spjöld.

Hörður fær væntanlega ekki nema eins leiks bann og verður því í banni gegn Viktoria Plzen á heimavelli í næstu umferð.

CSKA er í þriðja sæti G-riðils Meistaradeildarinnar með fjögur stig. Roma er með níu stig. Real Madrid og Viktoria Plzen eru þessa stundina að spila í þessum riðli, en fyrir leikinn er Madrídarliðið með sex stig og Plzen með eitt stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner