Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 07. nóvember 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hver er sagan á bak við vélmennafagn Peter Crouch?
Crouch er þekktur fyrir þetta fagn.
Crouch er þekktur fyrir þetta fagn.
Mynd: Getty Images
Crouch er 37 ára og spilar í dag með Stoke.
Crouch er 37 ára og spilar í dag með Stoke.
Mynd: Getty Images
Það þekkja flestir fótboltaáhugamenn vélmennafagnið sem Peter Crouch gerði frægt.

Ef þú þekkir það ekki, þá má sjá myndband af því hérna:

Virkilega smekklegt hjá þessum hávaxna framherja en hvernig varð þetta fagn til?

Crouch sagði söguna af því í hlaðvarpsþætti sínum á BBC.

„Það varð til í teiti hjá David Beckham. Þetta teiti var sýnt í sjónvarpinu, á ITV held ég. Ég var á borði með Jamie Carragher, Michael Owen og Steven Gerrard."

„Ég var búinn að fá mér nokkra drykki og þurfti að fara á klósettið. Ég ætlaði að gera eitthvað heimskulegt á dansgólfinu á leiðinni á klósettið eins og maður gerir stundum. Ég byrjaði að gera vélmennið. Án þess að ég vissi af, þá hafði Carra látið einn af myndavélamönnunum vita og beðið hann um að taka mig upp."

„Ég var að taka vélmennið og þarna var myndavélin. Ég hljóp á klósettið þegar ég sá hana!"

„Ég hugsaði að þetta yrði ekki sýnt en Becks spurði mig hvort það væri í lagi og ég leyfði það. Þegar þetta var svo sýnt í sjónvarpinu fór síminn minn á hliðina. Michael Owen hringdi í mig, Steven Gerrard hringdi í mig. Þeir sögðu mér hversu fyndið þetta hefði verið og bentu mér á það að ég ætti að gera þetta ef ég myndi skora."

„Ég var á bekknum og hélt ég myndi ekki skora, svo ég samþykkti þetta. Við spiluðum gegn Unverjaland og ég kom inn af bekknum og skoraði, og tók fagnið."

Eiginkona Crouch var ekki nægilega sátt með fagnið en hann bjóst ekki við því að það yrði svona vinsælt.

Hér að neðan má sjá Crouch ræða hvernig vélmennafagnið varð til.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner