Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. nóvember 2018 14:56
Elvar Geir Magnússon
Lætur í sér heyra eftir að tíu ára syni hans var vísað af Wembley
Peter Dansen og Guus sonur hans enduðu á því að horfa á leikinn á bar.
Peter Dansen og Guus sonur hans enduðu á því að horfa á leikinn á bar.
Mynd: Twitter
Reiður hollenskur pabbi segist aldrei hafa séð son sinn gráta eins mikið og þegar honum var vísað út af Wembley í gær fyrir að vera í PSV Eindhoven treyju.

Peter Dansen og sonur hans Guus, 10 ára, voru með sæti meðal stuðningsmanna Tottenham þar sem uppselt var í PSV svæðið.

Leikvangurinn var langt frá því að vera fullur en feðgarnir fóru fýluferð til London. Gæslumenn hleyptu þeim ekki inn á Wembley.

„Ég hef aldrei áður séð hann gráta svona mikið," segir Peter og móðir stráksins bætti við:

„Þetta var of harkalegt. Guus er aðeins lítill grannur strákur. Þetta var erfitt fyrir hann. Þeim var sparkað út eins og þeir væru ofbeldismenn."

Peter segir að það hafi verið áberandi í stúkunni að aðrir PSV stuðningsmenn sátu í treyjum milli stuðningsmanna Tottenham.

Tottenham vann leikinn í gær 2-1 með sigurmarki frá Harry Kane í lok leiksins. Tottenham heldur í vonina um að komast upp úr riðli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner