Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 07. nóvember 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - United heimsækir Juventus
Juventus og Man Utd eigast við á Ítalíu.
Juventus og Man Utd eigast við á Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Arnór verður í eldlínunni með CSKA gegn Roma.
Arnór verður í eldlínunni með CSKA gegn Roma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er miðvikudagur í dag og það þýðir að það er spilað í Meistaradeildinni í dag.

Manchester United spilaði ekki nægilega vel þegar liðið tapaði 1-0 gegn Juventus á heimavelli fyrir tveimur vikum síðan. Í kvöld mæta lærisveinar Jose Mourinho Juventus aftur en í þetta skiptið er leikurinn í Tórínó.

Romelu Lukaku, sem ekki hefur fundið taktinn í upphafi tímabils, verður ekki með Man Utd í kvöld vegna meiðsla.

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon verða í eldlínunni með CSKA Moskvu gegn Roma. Þegar liðin mættust fyrir tveimur vikum, í Róm, þá hafði Roma betur 3-0.

Manchester City mætir Shakhtar, Real Madrid heimsækir Viktoria Plzen og Bayern München spilar gegn AEK Aþenu. Hér að neðan eru allir leikir dagsins í Meistaradeildinni.

Leikir dagsins:
E-riðill
20:00 Bayern - AEK Aþena (Stöð 2 Sport 5)
20:00 Benfica - Ajax

F-riðill
20:00 Manchester City - Shakhtar (Stöð 2 Sport 3)
20:00 Lyon - Hoffenheim

G-riðill
17:55 CSKA Moskva - Roma (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Viktoria Plzen - Real Madrid (Stöð 2 Sport 4)

H-riðill
17:55 Valencia - Young Boys
20:00 Juventus - Manchester United (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner